
Saturday Mar 15, 2025
Særún Lúðvíksdóttir: Um Ölla, son hennar sem lést 18 ára gamall, sorgina sem fylgir því að missa barn og Minningarsjóð Ölla sem hún stofnaði.
Særún Lúðvíksdóttir er ein af mínum uppáhalds konum en hún æfði hjá mér í mörg ár og við kynntumst vel, en hún steig upp og hjálpaði mér á erfiðum tímum í rekstri líkamsræktarstöðvar sem ég rak Yama Heilsurækt og fyrir það verð ég henni alltaf þakklát.
Særún segir okkur frá sjálfri sér sem ung einstæð móðir í Keflavík og Njarðvík með tvo syni, Örlyg Aron Sturluson og Elvar Sturluson. Örlygur var alltaf kallaður Ölli og var vel þekktur íþróttamaður fyrir hans einstöku hæfileika í körfubolta.
Ölli var einungis 18 ára gamall þegar hann lést. Á þessum tíma var Særún með þriggja mánaða gamalt barn. Særún segir okkur frá því hvernig það er að missa barnið sitt og læra lifa með því en hún segir sjálf að það sé lífstíðardómur að missa barn og hún jafni sig aldrei en hafi lært að lifa með sorginni.
Árið 2013 stofnaði Særún Minningarsjóð Ölla: Minningarsjóður Ölla - Forsíða en sjóðurinn styrkir börn til íþróttaiðkunar sem eiga ekki kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða aðstandenda. Sjóðurinn heldur minningu Ölla á lofti með kærleika og stuðningi til þessara barna.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.